Kekic í Þrótt
Sinisa Valdimar Kekic mun leika með Þrótti Reykjavík næstu tvö árin en Þróttur leikur í 1. deild. Kaupverðið á Kekic var fimm milljónir króna. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.
Kekic ákvað að leika ekki meir með Grindavíkurliðinu sökum ósættis við Sigurð Jónsson, þjálfara liðsins, og heldur nú á ný mið eftir 10 ára veru hjá Grindavík.
Kekic fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2004 en hann lék 158 leiki fyrir Grindavík. FH og KR voru einnig á höttunum eftir Kekic en vildu ekki borga uppsett verð fyrir leikmanninn segir í Fréttablaðinu.
Þróttur er í 4. sæti 1. deildar með 9 stig eftir 5 leiki.