KEILUVERTÍÐIN HAFIN
Eftir talsverðar sviptingar er keilusalur okkar Suðurnesjamanna kominn í gagnið aftur í tíma. Keflvíkingar stefna fram fjölmennum hópi keppenda sem endranær og ætlar VF að reyna að gera þeim skil á sportsíðum blaðsins í vetur. Keflavík-a og Keilusystur leika í efstu deild, Lávarðar og Sveitamenní 2. deild og Keflavík-c og Keflavík-d í þeirri þriðju. Fimmta umferð hófst á mánudag með leik Keflavík-a og Úlfanna frá Keilufélagi Reykjavíkur sem lauk með 6-2 sigri okkar manna. Sama kvöld lögðu Lávarðarnir Sveitamenn í tilfinningaheitum Derby-slag 6-2. Í gærkveldi léku Keilusystur á heimavelli og rúlluðu yfir ÍR-L 8-0. Í annarri deildinni felldu Ísmenn Keflavík-d 6-2 og Rennubanar og Keflavík-c gerðu 4-4 jafntefli. Sjötta umferð verður leikin 15. og 16. nóvember.