Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvískur peyi skotfastastur á N1 mótinu
Guðmundur Páll á fleygiferð á N1 mótinu á Akureyri. VF-mynd/ÞorgilsJónsson.
Mánudagur 10. júlí 2017 kl. 10:16

Keflvískur peyi skotfastastur á N1 mótinu

Ungir knattspyrnumenn frá Suðurnesjaliðunum stóðu sig vel á þrítugasta og fyrsta N1 móti KA í knattspyrnu var haldið á KA svæðinu á Akureyri dagana 5.-8. júlí. Um er að ræða stærsta mótið hingað til, keppendur um 1.900, 188 lið frá 40 félögum og alls 792 leikir sem gera 23.760 mínútur af fótbolta.

Suðurnesjalið stóðu sig vel og urðu Grindavík 1 m.a. hlutskarpastir í C-deild og Þróttur Vogum hlaut háttvísiverðlaun Sjóvár fyrir framkomu sína. Auk þess varð Keflvíkingurinn Guðmundur Páll Jónsson hlutskarpastur í skotkeppni mótsins þar sem skot hans mældist 89 km/klst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF fékk þessar myndir sendar frá mótinu frá einum pabbanum og sýna Suðurnesjapeyja í aksjón.