Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 23. september 1999 kl. 15:01

KEFLVÍKINGUR TIL STUTTGART

Jónas Guðni Sævarsson, fimmtán ára knattspyrnumaður úr Keflavík er á leið til Stuttgart í Þýskalandi og mun æfa hjá félaginu um tíma. Jónas hefur verið fastamaður í unglingalandsliði Íslands og leikur á miðjunni með 3. flokki Keflavíkur. Stuttgart vill skoða kappann með hugsanlegan samning í huga. Jónas mun fara til Þýskalands í næsta mánuði. Ásgeir Sigurvinsson sem gegnir „njósnastörfum“ fyrir Stuttgart hefur haft milligöngu með málið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024