Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingur fyrstur á blað í Gautaborg
Guðjón Pétur kampakátur með markið.
Miðvikudagur 20. júlí 2016 kl. 09:23

Keflvíkingur fyrstur á blað í Gautaborg

Á einu stærsta fótboltamóti heims

Keflvíkingurinn Guðjón Pétur Stefánsson varð fyrstur til þess að skora á Gothia Cup mótinu í knattspyrnu sem fram fer í Gautaborg um þessar mundir. Markið kom í 2-0 sigri Keflvíkinga gegn Årsta frá Svíþjóð og var Guðjón tekinn tali eftir leikinn þar sem hann sagði það æðislega tilfinningu að hafa skorað fyrsta mark mótsins. Keflvíkingar eru með þrjú lið á mótinu í flokki drengja 13 og 14 ára.

Mótið er eitt stærsta unglingamót í heiminum en árlega mæta um 1600 lið til leiks frá 80 þjóðlöndum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024