Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingur á reynslu hjá Trelleborg
Miðvikudagur 15. október 2008 kl. 11:05

Keflvíkingur á reynslu hjá Trelleborg

Tómas Karl Kjartansson 18 ára gamall knattspyrnumaður úr Keflavík er þessa dagana til reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Trelleborg. Frá þessu greinir mbl.is í dag. Tómas er miðvörður og leikur einnig í stöðu vinstri bakvarðar en hann lék með 2. flokki Keflavíkur í sumar og var tvívegis í leikmannahóp meistaraflokksins í Landsbankadeildinni.

,,Það var sænskur umboðsmaður sem hafði samband við mig og mér var boðið að koma til Trelleborg. Ég verð hér fram á laugardaginn og síðan verður bara að koma í ljós hvort ég fái samning. Ég vona það. Mér hefur gengið mjög vel á æfingunum,“ sagði Tómas Karl í samtali við mbl.is, en hann gekk til liðs við Keflavík frá Stjörnunni síðla sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024