Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingur á alþjóðlegt Taekwondo mót
Fimmtudagur 3. nóvember 2005 kl. 12:29

Keflvíkingur á alþjóðlegt Taekwondo mót

Írska opna meistaramótið í Taekwondo verður haldið sunnudaginn 6. nóvember næstkomandi. 22 keppendur taka þá fyrir Íslands hönd og þar á meðal Keflvíkingurinn Helgi Rafn Guðmundsson. Samtals fara um 30 Íslendingar á mótið með þjálfurum og aðstandendum keppenda. Auk Helga fara 6 keppendur frá Þór á Akureyri og hinir keppendurnir eru úr Fjölni í Reykjavík.

Helgi er búinn að undirbúa sig vel fyrir mótið og fer út í toppformi, en Helgi mun keppa í -80 kg flokki fullorðinna. Seinast kepptu Íslendingar á þessu móti árið 2001 en þá fóru nokkrir úr þessum hópi einmitt líka, þar á meðal Helgi. Hann hefur verið að æfa í Reykavík undanfarna mánuði undir handleiðslu master Sigursteins Snorrasonar með öðrum nemendum hans í Fjölni sem stefna á þetta mót.

Næst á döfinni hjá Helga og öðrum iðkendum Keflavíkur er svo Íslandsmótið í lok nóvember.
Helgi þakkar Íþróttamiðstöðinni í Garðinum, Menningar, íþrótta og tómstundaráði Reykjanesbæjar og Byko kærlega veittan stuðning vegna mótsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024