Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 9. október 2002 kl. 20:01

Keflvíkingum spáð Íslandsmeistaratitlinum í körfuknattleik

Keflvíkingum er spáð Íslandsmeistartitlinum í körfuknattleik í ár í bæði karla og kvennaflokki í árlegri spá forráðamanna og fyrirliða liðanna í karla- og kvennadeildinni. Spáin var gerð ljós á kynningarfundi KKÍ sem haldinn var í Intersport í Smáralindinni en Intersport mun vera helsti styrktaraðili deildarinnar í ár. Keflvíkingar hlutu afgerandi kosningu í karlaflokki en í kvennaflokki munaði aðeins einu atkvæði á Keflavík og Njarðvík.Spáin:
Karlar
1. Keflavík 419
2. Njarðvík 365
3. KR 363
4. Grindvík 337
5. ÍR 271
6. Haukar 222
7. Tindastóll 208
8. Hamar 181
9. Snæfell 159
10.Breiðablik 133
11.Valur 84
12.Skallagrímur 66

Konur
1. Keflavík 90
2. Njarðvík 89
3. Grindavík 71
4. Njarðvík 63
5. ÍS 39
6. Haukar 27

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024