Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingarnir komnir til Taiwan
Þriðjudagur 18. mars 2014 kl. 07:41

Keflvíkingarnir komnir til Taiwan

Myndband frá 32 klst ferðalagi

Keflvísku teakwndokapparnir Ástrós Brynjarsdóttir, Karel Bergmann Gunnarsson og Sverrir Örvar Elefsen eru loks komin til Taiwan þar sem þau munu vera næstu tvær vikurnar við keppni og æfingar. Á föstudag keppa Sverrir og Karel á úrtökunni fyrir Ólympíuleika æskunnar og í næstu viku keppa þau öll á heimsmeistaramóti unglinga í taekwondo. Mótið er mjög stórt, en það eru um 50 keppendur í hverjum flokki. Ferðalagið var langt, um 32 tímar og var því kærkomið að komast loks á hótel í Taiwan og hvílast. Myndband frá ferðalaginu má sjá hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024