Keflvíkingarnir Elías og Magnús í úrvalsliði
Í fyrri umferð Pepsi-deildar karla
Nú er keppni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hálfnuð eftir að 11. umferð lauk í gær en þar biðu Keflvíkingar ósigur gegn Víkingum. Vefsíðan Fótbolti.net hefur af því tilefni valið úrvalslið fyrri umferðar en þar komast tveir Keflvíkingar á blað.
Bakvörðurinn Magnús Þórir Matthíasson er í liðinu en hann hefur átt eitt af sínum bestu tímabilum í liði Keflvíkinga. Magnús var upphaflega sóknarmaður en hefur fundið sig vel í vörninni. Hinn ungi og spennandi leikmaður Elías Már Ómarsson er einnig í liðinu en hann hefur reynst mörgum varnarmanninum erfiður ljár í þúfur og vakið verðskuldaða athygli.
Hér má sjá úrvalsliðið en þar kemst miðjumaður Keflvíkinga Sindri Snær Magnússon á bekkinn.