Keflvíkingar völtuðu yfir KR
Sitja einar á toppi deildarinnar
Keflvíkingar gjörsigruðu KR, 91-59 í toppslag Domino's deildar kvenna í körfubolta á heimavelli sínum í gær. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan 28-27 þegar gengið var til búningsklefa. Það var svo allt annað Keflavíkurlið sem mætti til síðari hálfleiks og tók öll völd á vellinum. Eftir sigurinn eru Keflavíkurkonur einar á toppi deildarinnar á meðan KR er tveimur stigum á eftir í öðru sæti.
Brittanny Dinkins skoraði 34 stig og tók 18 fráköst fyrir Keflavík og Birna Valgerður skoraði 19.
Keflavík: Brittanny Dinkins 34/18 fráköst/8 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 19/8 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/9 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 10/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 7, Katla Rún Garðarsdóttir 4/5 fráköst, Anna Ingunn Svansdóttir 2, Irena Sól Jónsdóttir 2, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, María Jónsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0.
KR: Orla O'Reilly 25/8 fráköst, Kiana Johnson 20/10 fráköst/6 stoðsendingar, Ástrós Lena Ægisdóttir 7/4 fráköst, Perla Jóhannsdóttir 5, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 2/5 fráköst, Vilma Kesanen 0, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0, Jenný Lovísa Benediktsdóttir 0, Margrét Blöndal 0, Þóra Birna Ingvarsdóttir 0.