Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar völtuðu yfir Gróttu - lokastaðan 12-1
Hin 14 ára gamla Sveindís Jane Jónsdóttir hefur skorað 15 mörk í 11 leikjum.
Fimmtudagur 11. ágúst 2016 kl. 09:40

Keflvíkingar völtuðu yfir Gróttu - lokastaðan 12-1

Sveindís Jane með fimm mörk

Keflvíkingar höfðu algjöran yfirburðarsigur á Gróttu þegar liðin áttust við á Nettóvellinum í 1. deild kvenna í gær. Niðurstaðan var 12-1 sigur hjá spræku Keflavíkurliði þar sem markadrottningin Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fimm mörk, öll í fyrri hálfleik.

Staðan var orðin 3-0 á fyrstu átta mínútum leiksins og ljóst að nú yrði bara spurning hve mörk mörkin yrðu gegn neðsta liði deildarinnar. Staðan var orðin 9-0 í hálfleik og niðurlæging blasti við fyrir gestina.

Amber Pennybaker skoraði þrennu í leiknum og Katla María Þórðardóttir gerði tvö mörk fyrir Keflavík. Þær Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir og Sólveig Lind Magnúsdóttir skoruðu sitt markið hvor.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar eru í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Haukum. Grindvíkingar eru svo með gott forskot á toppnum.