Keflvíkingar verða Íslandsmeistarar
 Samkvæmt könnun sem staðið hefur hér á vf.is síðustu vikuna verða Keflvíkingar Íslandsmeistarar í körfuknattleik karla fjórða árið í röð.
Samkvæmt könnun sem staðið hefur hér á vf.is síðustu vikuna verða Keflvíkingar Íslandsmeistarar í körfuknattleik karla fjórða árið í röð. 
Alls tóku 278 þátt í könnuninni og töldu 42% aðspurðra að Keflvíkingar yrðu meistarar. Mjótt var á munum milli erkifjendanna en Njarðvíkingar hlutu 40% atkvæða. Grindvíkingar fengu 14% atkvæða og 4% töldu að annað lið yrði Íslandsmeistari. 
Komin er inn ný könnun hér á vf.is og að þessu sinni er spurt hvaða lið verði Íslandsmeistari í körfuknattleik kvenna.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				