Keflvíkingar verða að sigra í kvöld
Í kvöld mun Keflavík mæta Stjörnunni í 2. leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express-deildar karla. Upphitun fyrir leik mun hefjast kl. 18.00 í Sláturhúsinu í VIP herbergi og eru allir stuðningsmenn Keflavíkur velkomnir þangað, hvort sem þeir sitja niðri eða uppi.
Grillið verður rifið fram og grillaðir burgers ásamt því að menn spjalla um leikinn, komandi átök og keflvískan körfubolta almennt. Sigurður Ingimundarson mun svo mæta fyrir leik og spjalla við stuðningsmennina.
Burger og glas á 1000 kr. Stakur burger á 500 kr.
Enginn á að láta sig vanta á þennan leik!