Keflvíkingar urðu að sætta sig við stigið
Keflvíkingar fengu aðeins eitt stig út úr leiknum gegn FH í kvöld í 7. umferð Símadeildarinnar í knattspyrnu en leikurinn endaði 1-1. Það var Adolf Sveinsson sem kom heimamönnum yfir á 9. mínútu, hans 3. mark í deildinni í sumar en á 56. mínútu náðu FH-ingar að jafna með marki frá Guðmundi Sævarssyni.Keflvíkingar voru mun betri aðilinn í leiknum án þess þó að skapa sér mikið af færum. Þeir fengu þó nokkur góð færi í seinni hálfleik en náðu ekki að nýta þau og voru Haukur Ingi Guðnason og Adolf Sveinsson nokkuð ágengir fyrir framan markið. Þá var Ómar Jóhannsson ágætur í marki Keflvíkinga og varði tvisvar mjög glæsilega.
Keflvíkingar eru því með níu stig í deildinni eftir sjö leiki og eru í 7. sæti.
Maður leiksins: Adolf Sveinsson, var alltaf vinnandi og skapaði talsverðan usla í vörn FH-inga með hraða sínum.
Tilþrif leiksins: Glæsileg markvarðsla Ómars í lok leiksins.
Keflvíkingar eru því með níu stig í deildinni eftir sjö leiki og eru í 7. sæti.
Maður leiksins: Adolf Sveinsson, var alltaf vinnandi og skapaði talsverðan usla í vörn FH-inga með hraða sínum.
Tilþrif leiksins: Glæsileg markvarðsla Ómars í lok leiksins.