Keflvíkingar úr leik eftir tap gegn FH
Keflvíkingar eru úr leik í bikarkeppni karla í fótbolta í ár eftir 3-2 á útivelli gegn FH. FH-ingar komust yfir eftir rúmlega 20 mínútna leik en fyrirliði Keflvíkinga, Haraldur Freyr Guðmundsson, jafnaði rétt fyrir hálfleik með skalla eftir hornspyrnu Magnúsar Þórir Matthíassonar.
Fljótlega í byrjun seinni hálfleiks komust Íslandsmeistarar FH aftur yfir og þannig var staðan allt þar til í lok leiks. FH bætti við þriðja markinu þegar leiktíminn var að renna úr en Magnús Þór Magnússon lagaði stöðuna fyrir Keflvíkinga í uppbótartíma. Það dugði ekki til og eru Keflvíkingar því úr leik þetta árið.