Keflvíkingar úr leik eftir stórtap á heimavelli
Keflvíkingar eru úr leik í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta en þær töpuðu þriðja leik sínum í röð gegn Haukum í kvöld, 52-75. Leikurinn var jafn eftir fyrsta leikhluta en svo hrundi lið Keflavíkur eins og spilaborg og skoraði liðið aðeins 6 stig í öðrum leikhluta gegn 27 hjá Haukum. Það reyndist Keflvíkingum erfitt að brúa svo stórt bil og því fór sem fór og snemmbúið sumarfrí staðreynd hjá Keflvíkingum.
Nánar síðar.
Stigin:
Keflavík: Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 8, Pálína Gunnlaugsdóttir 8/5 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 7/5 fráköst, Eboni Monique Mangum 6, Jaleesa Butler 6/15 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 4, Hrund Jóhannsdóttir 4, Sandra Lind Þrastardóttir 3/4 fráköst, Aníta Eva Viðarsdóttir 2, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 2, Lovísa Falsdóttir 0.
Haukar: Jence Ann Rhoads 31/11 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Tierny Jenkins 16/15 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9, María Lind Sigurðardóttir 4, Auður Íris Ólafsdóttir 2, Sara Pálmadóttir 1, Ína Salóme Sturludóttir 0, Sólrún Inga Gísladóttir 0, Inga Sif Sigfúsdóttir 0.
Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson, Einar Þór Skarphéðinsson
Mynd: Aðgangur óheimill. Haukar léku feikilega góða vörn í leiknum í kvöld og unnu verðskuldaðan sigur.