Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar úr leik
Fimmtudagur 15. desember 2005 kl. 23:25

Keflvíkingar úr leik

Keflavík er úr leik í Áskorendabikar Evrópu í körfuknattleik eftir tap gegn CAB Madeira í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum. Lokatölur voru 105-90 eftir að Madeira, sem léku á heimavelli, höfðu haft forystu allan leikinn. Staðan í hálfleik var 43-39.

Keflavík tapaði einnig fyrri leiknum á heimavelli sínum, en þeir léku í kvöld án Zlatko Gocevski sem var ekki með rétta vegabréfsáritun, en hann hefur sennilega leikið sinn síðasta leik fyrir Keflavík.

AJ Moye átti góðan leik fyrir Keflavík og var með 36 stig og 10 fráköst. Jón Norðdal kom honum næstur með 16 stig og 5 fráköst.

Nánar um leikinn síðar...

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024