Keflvíkingar unnu Valsmenn örugglega - Gerard heitur
Val tókst ekki að veita feiknarsterku liði Keflavíkur næga samkeppni í leik liðanna í kvöld. Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn framan af en þegar Steven Gerard D’augustino datt í gang breyttist leikurinn gífurlega. Steven setti niður hvern þristinn á fætur öðrum og var á tímabili í öðrum leikhluta búinn að skora jafn mörg stig og Valsliðið eins og það leggur sig eða 27 stig. Karfan.is segir frá.
Það virtist engu muna hver steig inná parketið fyrir Keflavík því aldrei minnkaði forskotið. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum var forskotið aftur komið upp í 27 stig, 70-97. Seinni hluta fjórða leikhluta spilðu minni spámenn hjá báðum liðum og breyttist leikurinn nokkuð við það. Það breytti því þó ekki að sigur Keflavíkur var aldrei í hættu. Sigurinn varð á endanum með 30 stigum, 80-110.
Tölfræði leiksins