Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar unnu toppslaginn
Sunnudagur 3. febrúar 2013 kl. 13:13

Keflvíkingar unnu toppslaginn

Grindavík tapaði á heimavelli

Keflavík gerði góða ferð í Stykkishólm í gær þar sem þær nældu sér í góðan sigur í toppslag Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Keflvíkingar sigruðu 66-75 og tróna þær sem fyrr á toppi deildarinnar. Jessica Jenkins var frábær í liði Keflvíkinga og skoraði 30 stig, auk þess að hún tók 11 fráköst. Reynsluboltinn Birna Valgarðsdóttir var síðan með 18 stig. Keflvíkingar hafa nú sex stiga forystu á toppi deildarinnar með 36 stig.

Keflavík: Jessica Ann Jenkins 31/11 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 18/8 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/8 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 4/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, María Ben Jónsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Ingunn Embla Kristínardóttir 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavíkurstúlkur mættu hins vegar þola tap á heimavelli sínum gegn Valsstúlkum. Lokatölur 65-80 þar sem Crystal Smith skoraði 22 stig fyrir Grindvíkinga. Grindavík er sem fyrr næstneðst liða í deildinni með 10 stig.

Grindavík: Crystal Smith 22/6 fráköst/9 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 17/11 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 8/5 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 7/6 fráköst/6 stolnir, Eyrún Ösp Ottósdóttir 5, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 4, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/6 fráköst, Hulda Sif Steingrímsdóttir 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jeanne Lois Figeroa Sicat 0, Alexandra Marý Hauksdóttir 0.