Keflvíkingar unnu toppslaginn
Grindavík tapaði á heimavelli
Keflavík gerði góða ferð í Stykkishólm í gær þar sem þær nældu sér í góðan sigur í toppslag Dominos-deildar kvenna í körfubolta. Keflvíkingar sigruðu 66-75 og tróna þær sem fyrr á toppi deildarinnar. Jessica Jenkins var frábær í liði Keflvíkinga og skoraði 30 stig, auk þess að hún tók 11 fráköst. Reynsluboltinn Birna Valgarðsdóttir var síðan með 18 stig. Keflvíkingar hafa nú sex stiga forystu á toppi deildarinnar með 36 stig.
Keflavík: Jessica Ann Jenkins 31/11 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 18/8 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 13/8 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 4/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, María Ben Jónsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Ingunn Embla Kristínardóttir 0.
Grindavíkurstúlkur mættu hins vegar þola tap á heimavelli sínum gegn Valsstúlkum. Lokatölur 65-80 þar sem Crystal Smith skoraði 22 stig fyrir Grindvíkinga. Grindavík er sem fyrr næstneðst liða í deildinni með 10 stig.
Grindavík: Crystal Smith 22/6 fráköst/9 stoðsendingar, Petrúnella Skúladóttir 17/11 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 8/5 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 7/6 fráköst/6 stolnir, Eyrún Ösp Ottósdóttir 5, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 4, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/6 fráköst, Hulda Sif Steingrímsdóttir 0, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jeanne Lois Figeroa Sicat 0, Alexandra Marý Hauksdóttir 0.