Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 29. nóvember 2002 kl. 20:56

Keflvíkingar unnu toppslaginn

Keflavík sigraði KR, 94:91, í toppleik Intersport-deilarinnar í körfuknattleik í kvöld en leikurinn fór fram á Sunnubrautinni. Staðan í hálfleik var 52:40 heimamönnum í hag en þeir voru yfir mest allan leikinn. Njarðvíkingar sigruðu Skallagrím, 90:77, í ljónagryfjunni en þeir áttu erfitt með að hrista gestina af sér í byrjun og var staðan í hálfleik 50:47. Þá sigraði Grindavík á útivelli gegn Breiðablik, 103:101, í hörkuleik en Grindjánar voru undir í hálfleik, 62:51.Með þessum sigrum komust Keflavík, Njarðvík og Grindavík upp við hlið KR á toppnum með 12 stig eftir 8 umerðir.

Damon Johnson skoraði 32 stig fyrir Keflavík í leiknum gegn KR en það var Sverrir Sverrisson sem var hetja heimamanna en hann skoraði mikilvægar körfur í lok leiksins ásamt því að stela þremur boltum á síðustu mínútunni. Sverrir tók 10 fráköst í leiknum og stal 8 boltum.

Darrel Lewis var bestur í liði Grindvíkinga í Smáranum og gerði 37 stig.

Ekki hefur fengist tölfræði í leik Njarðvíkinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024