Keflvíkingar unnu með 68 stiga mun
Keflvíkingar unnu stórsigur á Hamar í Domino's deild kvenna í gær. Munurinn varð á endanum 68 stig, lokatölur 114-46. Ótrúlegir yfirburðir heimakvenna. Carmen Thomas skoraði mest Keflvíkinga, 36 stig og tók auk þess 11 fráköst. Sara Rún kom svo næst með 21 stig. Tölfræði má sjá hér að neðan. Keflvíkingar eru í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Snæfellingum.
Keflavík-Hamar 114-46 (32-14, 26-8, 27-14, 29-10)
Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 36/11 fráköst/8 stoðsendingar/7 stolnir, Sara Rún Hinriksdóttir 21/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 12/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 10/14 fráköst, Lovísa Falsdóttir 9, Thelma Dís Ágústsdóttir 7/7 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 7/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 5, Bríet Sif Hinriksdóttir 5, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Elfa Falsdottir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.