Keflvíkingar unnu Íslandsmeistarana
Kvennaliðið tapaði gegn Haukum
Keflavík vann FH í Fótbolta.net-mótinu en leikið var í Reykjaneshöllinni um helgina. Þar urðu lokatölur 3-1 en Keflavík hefur þar með unnið báða leiki sína í riðlinum.
Keflvíkingar komust yfir með marki úr aukaspyrnu frá Jóhanni Birni Guðmundssyni en skömmu áður hafði Sigurbergur Elísson skotið í stöng. FH-ingar jöfnuðu rétt fyrir leikhlé en þar var á ferðinni Björn Daníel Sverrisson.
Frans Elvarsson kom Keflvíkingum yfir með skallamarki eftir hornspyrnu og í viðbótartíma náði hinn ungi Elías Már Ómarsson að innsigla sigur Keflvíkinga með laglegu marki.
Kvennalið Keflvíkinga lék gegn Haukum í Faxaflómótinu en varð að sætta sig við 4-0 tap í Hafnarfirði. Stelpurnar gerðu jafntefli í fyrsta leiknum og eru því með eitt stig í sínum riðli.