Keflvíkingar unnu í Röstinni
Staðan óbreytt á toppnum
Keflvíkingar unnu góðan sigur á grönnum sínum í Grindavík þegar liðin mættust í Röstinni í Domino's deild kvenna í kvöld. Lokatölur urðu 67-81 en Keflvíkingar lögðu grunninn að sigri með góðum leik í fyrri hálfleik. Staðan var 28-41 fyrir gestina frá Keflavík þegar flautað var til hálfleiks. Grindvíkingar rönkuðu aðeins við sér í seinni hálfleik eftir að hafa aðeins skorað átta stig í öðrum leikhluta, en Keflvíkingar reyndust of sterkir þegar uppi var staðið og höfðu nokkuð öruggan sigur.
Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst hjá Kefvíkingum en hún skoraði 24 stig. Bryndís Guðmundsdóttir skilaði kunnulegum tölum en hún var með 14 stig og 8 fráköst. Hjá Grindavík var María Ben Erlingsdóttir með 19 stig og 7 fráköst og Ingibjörg Jakobs var með 17 stig og 10 stoðsendingar.
Keflvíkingar eru áfram í 3. sæti með 22 stig líkt og Haukar sem sigruðu Njarðvíkinga í kvöld. Grindvíkingar eru í 7. sæti með 12 stig.
Tölfræðin:
Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 19/7 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 17/10 stoðsendingar, Blanca Lutley 12/12 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 8/11 fráköst/5 stoðsendingar, Katrín Ösp Eyberg 6, Marín Rós Karlsdóttir 3, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2, Hrund Skuladóttir 0, Mary Jean Lerry F. Sicat 0.
Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 24/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 14/8 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 12/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 11/4 fráköst, Porsche Landry 11/5 fráköst/12 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 5/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 4/6 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0.