Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þriðjudagur 26. febrúar 2002 kl. 22:50

Keflvíkingar unnu Gunnhildarbikarinn

Keflavíkurstúlkur unnu Gunnhildarbikarinn sem keppt var um í fjórða sinn í Íþróttahúsi Keflavíkur í kvöld. Þær sigruðu Grindavík með 84 stigum gegn 62.Bikarinn er til minningar um Gunnhildi Arnbjörnsdóttur fyrrverandi leikmanna Keflvíkinga sem lést í bílslysi fyrir þremur árum. Keflavíkurstúlkur léku góðan körfubolta í minningarleiknum í kvöld og innbyrtu sigur til heiðurs Gunnhildi. Foreldar og hluti fjölskyldu Gunnhildar var á leiknum í kvöld og afhentu þau bikarinn og buðu leikmönnum til kaffiveislu eftir leikinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024