Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar unnu Blika en Stjörnutap hjá Grindavík
Þriðjudagur 11. maí 2010 kl. 21:59

Keflvíkingar unnu Blika en Stjörnutap hjá Grindavík

Keflvíkingar unnu góðan sigur á Blikum í Kópavogi en Grindvíkingar lentu í miklum vandræðum í Garðabænum og töpuðu með fjórum mörkum gegn engu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var vinstri bakvörðurinn Alan Sutej sem skoraði mark Keflavíkur eftir fyrirgjöf frá Guðmundi Steinarssyni í fyrri hálfleik. Það var markverðast í upphafi leiks Grindavíkur og Störnunnar að Auðunn Helgason var rekinn af velli á 2. mínútu og Grindvíkingar sáu ekki til sólar eftir það.

Myndir úr leikjunum eru væntanlegar því Hilmar Bragi Bárðarson kíkti við bæði í Garðabænum og í Kópavoginum í þessari fyrstu umferð Pepsi deildarinnar.

„Við vorum samheldnir og þéttir og það er gott að innbyrða sigur á útivelli gegn öflugu liði eins og Breiðabliki,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur í stuttu spjalli eftir sigurinn í kvöld.

Willum sagði að bæði lið hefðu farið varfærnislega í leikinn en eftir markið hefðu Keflvíkingar látið kné fylgja kviði og í síðari hálfleik voru þeir nær því að bæta við en heimamenn að jafna.

Það verður án efa rafmögnuð stemmning í Grindavík á mánudaginn kemur en þá koma Keflvíkingar í heimsókn.


Keflvíkingar voru mun nær því að bæta við mörkum, en Blikar að jafna. Markvörður Blika þurfti að hafa sig allan við í kvöld.


Jóhann B. Guðmundsson lék síðari hálfleikinn í Kópavogi í kvöld og stóð sig með prýði og var sókndjarfur við mark andstæðinganna.


Bliki tekur flugi í aukaspyrnu sem Haraldur Freyr Guðmundsson tók.

Keflvíkingar fagna þremur stigum á viðeigandi hátt í Kópavogunum í kvöld. „Það er gott að vinna í Kópavogi“...


Hörð barátta um knöttinn á gervigrasinu í Garðabænum í kvöld. Hér er Ondo í baráttu um boltann.

Auðunn Helgason, Grindavík, fékk að sjá rauða spjaldið þegar rétt liðlega 90 sekúndur voru liðnar af leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. Hann verður því ekki með gegn Keflavík á mánudaginn.



Myndasöfn frá leikjum kvöldsins verða sett inn á vf.is á morgun.