Krónan
Krónan

Íþróttir

Keflvíkingar unnu Blika en Stjörnutap hjá Grindavík
Þriðjudagur 11. maí 2010 kl. 21:59

Keflvíkingar unnu Blika en Stjörnutap hjá Grindavík

Keflvíkingar unnu góðan sigur á Blikum í Kópavogi en Grindvíkingar lentu í miklum vandræðum í Garðabænum og töpuðu með fjórum mörkum gegn engu.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Það var vinstri bakvörðurinn Alan Sutej sem skoraði mark Keflavíkur eftir fyrirgjöf frá Guðmundi Steinarssyni í fyrri hálfleik. Það var markverðast í upphafi leiks Grindavíkur og Störnunnar að Auðunn Helgason var rekinn af velli á 2. mínútu og Grindvíkingar sáu ekki til sólar eftir það.

Myndir úr leikjunum eru væntanlegar því Hilmar Bragi Bárðarson kíkti við bæði í Garðabænum og í Kópavoginum í þessari fyrstu umferð Pepsi deildarinnar.

„Við vorum samheldnir og þéttir og það er gott að innbyrða sigur á útivelli gegn öflugu liði eins og Breiðabliki,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur í stuttu spjalli eftir sigurinn í kvöld.

Willum sagði að bæði lið hefðu farið varfærnislega í leikinn en eftir markið hefðu Keflvíkingar látið kné fylgja kviði og í síðari hálfleik voru þeir nær því að bæta við en heimamenn að jafna.

Það verður án efa rafmögnuð stemmning í Grindavík á mánudaginn kemur en þá koma Keflvíkingar í heimsókn.


Keflvíkingar voru mun nær því að bæta við mörkum, en Blikar að jafna. Markvörður Blika þurfti að hafa sig allan við í kvöld.


Jóhann B. Guðmundsson lék síðari hálfleikinn í Kópavogi í kvöld og stóð sig með prýði og var sókndjarfur við mark andstæðinganna.


Bliki tekur flugi í aukaspyrnu sem Haraldur Freyr Guðmundsson tók.

Keflvíkingar fagna þremur stigum á viðeigandi hátt í Kópavogunum í kvöld. „Það er gott að vinna í Kópavogi“...


Hörð barátta um knöttinn á gervigrasinu í Garðabænum í kvöld. Hér er Ondo í baráttu um boltann.

Auðunn Helgason, Grindavík, fékk að sjá rauða spjaldið þegar rétt liðlega 90 sekúndur voru liðnar af leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. Hann verður því ekki með gegn Keflavík á mánudaginn.



Myndasöfn frá leikjum kvöldsins verða sett inn á vf.is á morgun.