Keflvíkingar unnu baráttusigur á Stólunum
Keflavík vann stórsigur á Tindastóli í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfuknattleik í gær. Keflvíkingar mættu baráttuglaðir til leiks, tóku völdin strax í byrjun og höfðu að lokum 22 stiga sigur, 100:78.
Með sigrinum heldur Keflavík í vonina um sæti í undanúrslitum en fyrra liðið til að vinna þrjá leiki kemst áfram, staðan er 2:1 fyrir Tindastóli svo Keflvíkingar þurfa tvo sigra í viðbót. Það er alls ekkert ómögulegt, mannskapurinn er til staðar og aðeins spurning um að halda einbeitingu og sýna framlag.
Keflavík - Tindastóll 100:78
(26:18, 27:21, 24:15, 23:24)
Keflavík: Eric Ayala 27, Dominykas Milka 21/7 fráköst, Ólafur Ingi Styrmisson 16/5 fráköst, David Okeke 12/7 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10/5 fráköst, Horður Axel Vilhjalmsson 6/6 fráköst/10 stoðsendingar, Igor Maric 3/5 fráköst, Magnús Pétursson 3, Nikola Orelj 2, Frosti Sigurðsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Valur Orri Valsson 0.