Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar unnu baráttusigur á Stólunum
Dominykas Milka hefur sýnt nokkuð jafna frammistöðu í úrslitakeppninni, hann var með 21 stig og framlagshæstur Keflvíkinga í gær. Úr fyrsta leik liðanna/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 13. apríl 2023 kl. 08:19

Keflvíkingar unnu baráttusigur á Stólunum

Keflavík vann stórsigur á Tindastóli í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í körfuknattleik í gær. Keflvíkingar mættu baráttuglaðir til leiks, tóku völdin strax í byrjun og höfðu að lokum 22 stiga sigur, 100:78.

Með sigrinum heldur Keflavík í vonina um sæti í undanúrslitum en fyrra liðið til að vinna þrjá leiki kemst áfram, staðan er 2:1 fyrir Tindastóli svo Keflvíkingar þurfa tvo sigra í viðbót. Það er alls ekkert ómögulegt, mannskapurinn er til staðar og aðeins spurning um að halda einbeitingu og sýna framlag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Eric Ayala vaknaði til lífsins og þrefaldaði stigafjölda sinn milli leikja, skoraði 27 stig í gær.

Keflavík - Tindastóll 100:78

(26:18, 27:21, 24:15, 23:24)

Keflavík: Eric Ayala 27, Dominykas Milka 21/7 fráköst, Ólafur Ingi Styrmisson 16/5 fráköst, David Okeke 12/7 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10/5 fráköst, Horður Axel Vilhjalmsson 6/6 fráköst/10 stoðsendingar, Igor Maric 3/5 fráköst, Magnús Pétursson 3, Nikola Orelj 2, Frosti Sigurðsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Valur Orri Valsson 0.