Keflvíkingar unnu á Akranesi
Keflavík, sem situr í næstefsta sæti Lengjudeildar kvenna, lék gegn ÍA á Akranesi í gær. ÍA er í sjöunda sæti deildarinnar og áttu Keflvíkingar erfitt með að brjóta niður varnarmúr þeirra. Það hafðist þó skömmu fyrir leikslok.
Leikurinn var í járnum og Keflavík átti í erfiðleikum með að finna leiðina að marki Skagastúlkna en það tókst þó undir lok leiksins þegar Paula Isabella Germino Watnick setti boltann í netið (86').
Keflavík situr í öðru sæti, fjórum stigum á eftir Tindastóli en á sjö stig á Hauka sem eru í þriðja sæti.