ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Íþróttir

Keflvíkingar tryggðu sér oddaleik
Oddaleikurinn fer fram í Toyotahöllinni en fram að þessu hafa allir leikirnir unnist á útivelli í einvíginu.
Laugardagur 13. apríl 2013 kl. 17:47

Keflvíkingar tryggðu sér oddaleik

Keflavík tryggði sér oddaleik í einvígi sínu gegn Val í undanúrslitum um Íslandsmeistararatitilinn í Domino’s deild kvenna í körfubolta. Keflavík hafði betur 59-64 í fjórða leik liðanna sem fram fór í Vodafonehöllinni í dag. Oddaleikurinn fer því fram í Keflavík þar sem Valsstúlkur hafa unnið tvo síðustu leiki en fram að þessu hafa allir leikir unnist á útivelli í þessu einvígi þar sem staðan er 2-2.

 

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Keflvíkingar voru betri allt frá upphafi og ætluðu augljóslega ekki að fara í snemmbúið sumarfrí. Keflavík var yfir eftir fyrsta leikhluta, 11-21. Valskonur vöknuðu til lífsins í öðrum leikhluta.  Þær skoraðu 18 stig í röð í upphafi leikhlutans og komust yfir í leiknum 29-25 þegar leikhlutinn var hálfnaður. Keflvíkingar tóku þá leikhlé enda virtist fátt ganga upp hjá þeim. Þær náðu þú að rétta sinn hlut og leiddu í hálfleik 35-37.

Leikurinn var jafn og spennandi en báðum liðum gekk erfiðlega í sóknarleiknum í síðari hálfleik. Taugatitringur gerði vart við sig enda mikið í húfi og í fjórða leikhluta skoruðu liðin aðeins 20 stig samtals. Keflvíkingar höfðu sigur að lokum eins og áður segir en þær náðu þó aldrei afgerandi forystu.

Keflavík: Jessica Ann Jenkins 18/6 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 12/6 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 11/10 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 9/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 8/9 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 6/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Elínora Guðlaug  Einarsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.

Valur: Jaleesa Butler 17/14 fráköst/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 13/5 fráköst/7 stolnir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/11 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 6, Þórunn Bjarnadóttir 3, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Ragnheiður Benónísdóttir 0, María Björnsdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0.
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25