Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar tryggðu sér oddaleik
Oddaleikurinn fer fram í Toyotahöllinni en fram að þessu hafa allir leikirnir unnist á útivelli í einvíginu.
Laugardagur 13. apríl 2013 kl. 17:47

Keflvíkingar tryggðu sér oddaleik

Keflavík tryggði sér oddaleik í einvígi sínu gegn Val í undanúrslitum um Íslandsmeistararatitilinn í Domino’s deild kvenna í körfubolta. Keflavík hafði betur 59-64 í fjórða leik liðanna sem fram fór í Vodafonehöllinni í dag. Oddaleikurinn fer því fram í Keflavík þar sem Valsstúlkur hafa unnið tvo síðustu leiki en fram að þessu hafa allir leikir unnist á útivelli í þessu einvígi þar sem staðan er 2-2.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar voru betri allt frá upphafi og ætluðu augljóslega ekki að fara í snemmbúið sumarfrí. Keflavík var yfir eftir fyrsta leikhluta, 11-21. Valskonur vöknuðu til lífsins í öðrum leikhluta.  Þær skoraðu 18 stig í röð í upphafi leikhlutans og komust yfir í leiknum 29-25 þegar leikhlutinn var hálfnaður. Keflvíkingar tóku þá leikhlé enda virtist fátt ganga upp hjá þeim. Þær náðu þú að rétta sinn hlut og leiddu í hálfleik 35-37.

Leikurinn var jafn og spennandi en báðum liðum gekk erfiðlega í sóknarleiknum í síðari hálfleik. Taugatitringur gerði vart við sig enda mikið í húfi og í fjórða leikhluta skoruðu liðin aðeins 20 stig samtals. Keflvíkingar höfðu sigur að lokum eins og áður segir en þær náðu þó aldrei afgerandi forystu.

Keflavík: Jessica Ann Jenkins 18/6 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 12/6 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 11/10 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 9/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 8/9 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 6/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2, Sandra Lind Þrastardóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Elínora Guðlaug  Einarsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.

Valur: Jaleesa Butler 17/14 fráköst/3 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 13/5 fráköst/7 stolnir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 12/11 fráköst, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 8/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 6, Þórunn Bjarnadóttir 3, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Ragnheiður Benónísdóttir 0, María Björnsdóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Kristín Óladóttir 0, Elsa Rún Karlsdóttir 0.