Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Sunnudagur 12. janúar 2003 kl. 16:09

Keflvíkingar töpuðu í úrslitum

Keflavík tapaði gegn FH, 1-3, í úrslitaleik jólamóts Hitaveitu Suðurnesja sem fram fór í Reykjaneshöllinni í dag. Leikurinn var ágæt skemmtun og voru það heimamenn sem komust yfir um miðjan fyrri hálfleik með marki frá Hólmari Erni Rúnarssyni og þannig stóðu leikar í hálfleik. Í síðari hálfleik komu gestirnir sterkari til leiks og skoruðu þrjú mörk. Allir fengu að spreyta sig í ungu liði Keflvíkinga enda um æfingamót að ræða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024