Keflvíkingar töpuðu í Þorlákshöfn
Keflvíkingar biðu 80-75 ósigur gegn Þórsurum á útivelli í Domino's deild karla í körfubolta í gær. Þórsarar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og höfðu 18 stiga forystu að honum loknum. Keflvíkingar komu grimmari til leiks og náðu að laga stöðuna talsvert í síðari hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Þeir William Graves og Damon Johnson skoruðu mest Keflvíkinga í leiknum, eða 45 stig samtals. Aðrir náðu sér ekki á strik í sóknarleiknum.
Keflavík: William Thomas Graves VI 25/9 fráköst, Damon Johnson 20/10 fráköst, Guðmundur Jónsson 12, Gunnar Einarsson 7/5 fráköst, Valur Orri Valsson 6, Davíð Páll Hermannsson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 2,