Heklan
Heklan

Íþróttir

Keflvíkingar töpuðu í Garðabæ
Sunnudagur 14. september 2014 kl. 21:52

Keflvíkingar töpuðu í Garðabæ

Hafa þrjá leiki til þess að bjarga sér

Keflvíkingar töpuðu með tveimur mörkum gegn engu, gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Keflvíkingar eru nú þremur stigum frá fallsætinu þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu. Pablo Punyed skoraði mark beint úr aukaspyrnu eftir 25 mínútur og kom heimamönnum í Stjörnunni yfir. Keflvíkingar sóttu talsvert og áttu fjölda tilraun í leiknum, en þeir nýttu færi sín ekki nægilega vel. Hörður Sveinsson komst næst því að skora fyrir Keflvíkinga en hann átti þá skalla í þverslána. Stjörnumenn bættu við marki í lokin eftir að Einar Orri hafði fengið að líta rauða spjaldið hjá Keflvíkingum. Í stöðunni 1-0 vildu Keflvíkingar fá víti þegar boltinn virtist hafa farið í hönd Stjörnumanns í teignum. Ekkert var dæmt og skoraði Veigar Páll mark skömmu síðar og tryggði Garðbæingum sigur.

Næsti leikur Keflvíkinga er gegn Fylkismönnum á Nettóvellinum þann 21. september. Eftir það fara Keflvíkingar til Eyja og mæta ÍBV, áður en tímabilinu lýkur með heimaleik gegn Víkingum R.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25