Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar töpuðu í Garðabæ
Sunnudagur 14. september 2014 kl. 21:52

Keflvíkingar töpuðu í Garðabæ

Hafa þrjá leiki til þess að bjarga sér

Keflvíkingar töpuðu með tveimur mörkum gegn engu, gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Keflvíkingar eru nú þremur stigum frá fallsætinu þegar þrjár umferðir eru eftir af mótinu. Pablo Punyed skoraði mark beint úr aukaspyrnu eftir 25 mínútur og kom heimamönnum í Stjörnunni yfir. Keflvíkingar sóttu talsvert og áttu fjölda tilraun í leiknum, en þeir nýttu færi sín ekki nægilega vel. Hörður Sveinsson komst næst því að skora fyrir Keflvíkinga en hann átti þá skalla í þverslána. Stjörnumenn bættu við marki í lokin eftir að Einar Orri hafði fengið að líta rauða spjaldið hjá Keflvíkingum. Í stöðunni 1-0 vildu Keflvíkingar fá víti þegar boltinn virtist hafa farið í hönd Stjörnumanns í teignum. Ekkert var dæmt og skoraði Veigar Páll mark skömmu síðar og tryggði Garðbæingum sigur.

Næsti leikur Keflvíkinga er gegn Fylkismönnum á Nettóvellinum þann 21. september. Eftir það fara Keflvíkingar til Eyja og mæta ÍBV, áður en tímabilinu lýkur með heimaleik gegn Víkingum R.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024