Keflvíkingar töpuðu í Garðabæ
Höfðu forystu nánast allan leikinn
Eftir að hafa leitt nánast allan leikinn þurftu Keflvíkingar að sætta sig við 82-77 tap gegn Stjönunni í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. Leikurinn einkenndist af baráttu eins og fyrirfram var búist við enda allt undir. Það var nánast með ólíkindum að Garðbæingar héldu sér inni í leiknum en Keflvíkingar voru mest með yfir 10 stiga forystu á meðan leikmenn eins og Justin Shouse og Marvin Valdimarsson voru ekki að leika vel hjá Stjörnunni.
Billy Baptist var flottur hjá Keflvíkingum og skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Darrell Lewis var drjúgur sömuleiðis en það var augljóst að Michael Craion gekk ekki heill til skógar. Erlendu leikmennirnir hjá Stjörnunni reyndust Keflvíkingum erfiðir en undir lokin var það Justin Shouse sem hrökk í gang. Það mætti segja að það hafi ráðið úrslitum en lokaspretturinn var æsispennandi. Lokaleikhlutinn var slakur hjá Keflvíkingum en hann sigruðu Garðbæingar 30-15.
Stjarnan-Keflavík 82-77 (15-23, 26-24, 11-15, 30-15)
Keflavík: Billy Baptist 24/9 fráköst, Darrel Keith Lewis 16/5 fráköst/10 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 13/5 fráköst, Michael Craion 10/10 fráköst/4 varin skot, Valur Orri Valsson 7, Arnar Freyr Jónsson 5, Snorri Hrafnkelsson 2, Ragnar Gerald Albertsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Andri Þór Skúlason 0, Andri Daníelsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0.
Stjarnan: Brian Mills 32/7 fráköst/3 varin skot, Jarrid Frye 21/10 fráköst/7 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 16/4 fráköst, Justin Shouse 7/6 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 6/7 fráköst, Dagur Kár Jónsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Kjartan Atli Kjartansson 0.