Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar töpuðu fyrir vestan
Fimmtudagur 15. desember 2011 kl. 09:36

Keflvíkingar töpuðu fyrir vestan

Snæfell leiddu nánast allan leikinn gegn Keflavík í Iceland Express deild kvenna. Þær voru yfir í hálfleik 37-24 og létu ekki áhlaup og pressu Keflavíkur sem ágerðust með hverri mínútunni í seinni hálfleik á sig fá og lönduðu feiknar sterkum sigri 68-61 þar sem liðsheildin taldi sterkt. Snæfell t.a.m. með 46 fráköst gegn 33 Keflavíkur og voru einfaldlega sterkari aðilinn allann leikinn.
Jaleesa Butler setti fyrstu þrjú stig leiksins en Snæfell jafnaði 5-5 og komust svo í 11-5 með því að taka fráköstin og stela boltanum frá Keflvíkingum sem voru mislagðar hendur í upphafi. Keflavík skoraði strax eftir leikhlé sem Falur tók en Snæfell var í sama gírnum og komst í 18-7 og sama uppi á teningnum, Keflavík hittu lítið og allir boltar í hendur Snæfells og þær kláruðu sínar sóknir. Staðan var 21-11 fyrir Snæfell eftir fyrsta hluta og Keflavíkurstúlkur misstu Pálínu meidda útaf í lok hlutans í smá kælingu en kom inn aftur í öðrum hluta.

Keflavík sýndu að þær væru að hitna og tóku fyrstu fimm stig annars hluta 21-16 áður en Snæfell tók næstu tólf stig á sig og héldu haus við áhlaup gestanna og sýndu gríðalegan styrk á heimavellinum 33-16 áður en Keflavík rankaði aðeins við sér. Staðan í hálfleik var 37-24 og Snæfell héldu forystunni vel og komust mest í 17 stiga forystu. Hjá Snæfelli voru Kieraah og Hildur komnar með 11 stig hvor og liðið allt að spila vel. Keflavíkurstúlkur höfðu tapað boltanum ansi oft en Jaleesa Butlar var komin með 12 stig og næstar henni voru Birna og Sara Rún með 4 stig hvor.

Keflavík minnkaði muninn í 9 stig 37-28 og fóru í svæðisvörn og pressu og virtust ætla að stuða Snæfell en heimastúlkur leystu það ágætlega og héldu velli með góðum stórþrist frá Hildi Björgu og góðri vörn sem kom þeim aftur upp í 16 stiga mun 46-30. Pálína að stjórna liðinu vel fyrir Keflavík í pressu og þær náðu að minnka munin í 46-36 en Hildur setti þrist og Jaleesa svaraði á móti 49-38 og mikil barátta á vellinum í þriðja hluta. Staðan 49-41 og Keflavík að færast nær.

Pressa Keflavíkur var heldur betur að virka og misstu Snæfellsstúlkur boltann æði oft og munurinn var komin í 6 stig 51-45. Æsispennandi síðustu mínútur leiksins þar sem liðin skiptust á að skora og staðan var 64-57 þegar 2:50 voru eftir af leiknum og Alda Leif setti 5 stig í röð og hélt sínum stúlkum í Snæfelli við efnið. Birna og Jaleesa voru einkar seigar við að salla niður hjá Keflavík. Snæfell náði þó að halda forystu 55-57 þegar mínúta var eftir og áttu slatta af skotum og flest öll fráköst sem gerði Keflavík erfitt fyrir að komst inn í leikinn aftur. Snæfell sigraði 68-61 í hörkuleik sem þær leiddu allann tímann og þar sem þær hafa sýnt fram á að einn sterkasti heimavöllur í kvennadeildinni í Hólminum er orðinn að gryfju sem önnur lið virðast hverfa í.

Snæfell: Hildur Sigurðardóttir 16/9frák. Kieraah Marlow 15/13 frák/6 stoðs. Hildur Björg Kjartansd 15/8 frák/7 stoðs. Alda Leif Jónsd 13/7 frák/3 stoðs/4 stolnir. Helga Hjördís Björgvinsd 6/5 frák. Björg Guðrún Einarsd 3. Ellen Alfa 0. Aníta Rún 0. Sara Mjöll 0. Rósa Kristín 0.

Keflavík: Jaleesa Butler 21/6 frák/5 stolnir. Birna Valgarðsd 17/6 frák. Sara Rún Hinriksd 11. Pálína Gunnlaugsd 6/8 frák/7 stoðs. Helga Hallgrímsd 2/6 frák. Telma Lind Ásgeirsd 2. Sandra Lind Þrastard 2. Lovísa Falsd 0. Bríet Sif 0. Soffía Rún 0. Aníta Eva 0. Sigrún Albertsd 0.

Mynd: Þorsteinn Eyþórsson/Umfjöllun Símon B. Hjaltalín

Karfan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024