Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar töpuðu fyrir KR á gervigrasinu
Hamagangur í teig Keflavíkur en heimamenn bægðu hættunni frá í þetta skiptið. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 15. apríl 2023 kl. 18:36

Keflvíkingar töpuðu fyrir KR á gervigrasinu

Keflavík tók á móti KR í annarri umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu á gervigrasvellinum við Nettóhöllina í dag. Eftir góðan sigur í fyrstu umferð náðu Keflvíkingar ekki að fylgja því eftir og máttu þola tap 0:2.

Keflavík slapp með skrekkinn strax í upphafi leiks þegar gestirnir gerðust aðgangsharðir og áttu hörkuskot í slánna. KR var meira með boltann og stýrði leiknum í fyrri hálfleik en Keflvíkingar áttu sín færi. Gunnlaugur Fannar átti hörkuskalla í þverslánna eftir um hálftíma leik og nærri því að koma Keflavík í forystu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
KR átti skot í slá strax á annarri mínútu.
Boltinn hafnar í slánni á hinum enda vallarins eftir hörkuskalla Gunnlaugs Fannars.

Það voru gestirnir sem komust yfir en eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu þeir tvö mörk í þeim seinni. Það fyrra misheppnaða fyrirgjöf sem endaði í fjærhorninu án þess að Mathias Rosenörd ætti möguleika á að ná til knattarins.

Keflavík átti nokkur stórhættuleg færi en markvörður KR þurfti þá að taka á honum stóra sínum og varði alla vega í þrígang mjög vel þegar heimamenn gerðust aðgangsharðir. Þá sá dómari leiksins ekkert athugavert þegar Sindri Þór Guðmundsson féll inni í teig KR og vildu margir sjá vítaspyrnu dæmda.

Sindri átti mjög góða spretti og skapaði þónokkra hættu upp við mark gestanna og einnig var Stefan Alexander Ljubicic hættulegur í nokkur skipti.

Frammistaða heimamanna í þessum leik var ekki góð. Vörnin var oft í vandræðum og sóknarmenn áttu erfitt með að finna lausnir við mark KR. Vesturbæjarliðið virkaði mun betra og fagnaði sanngjörnum sigri. Keflvíkingar þurfa að gera mun betur ef þeir ætla að sanna sig í Bestu deildinni í sumar. 

Stuðningsmenn KR voru með stæla á meðan leik stóð, sérstaklega eftir fyrra mark KR, sýndu ekki flotta framkomu. Litlu munaði að upp úr myndi sjóða þegar nokkrir heimamenn úr stúkiunni fannst nóg komið og ýttu við stuðningsmönnum KR sem höfðu hent upp KR flöggum á hliðaRlínu vallarins sem mörgum þótti óviðandi. 

JPK/PKET.

Sindri Þór í dauðafæri en markvörður KR varði vel.
Viktor Andri Hafþórsson nærri því að skora en markvörður KR ver enn og aftur.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var á leiknum og fleiri myndir eru í myndasafni hér að neðan.

Keflavík - KR (0:2) | Besta deild karla 15. apríl 2023