Keflvíkingar töpuðu „forleiknum“
2-0 tap í Vesturbænum
Keflvíkingar töpuðu fyrri orrustunni gegn KR-ingum í þessari viku er liðin áttust við í Pepsi-deild karla fyrr í kvöld. KR hafði 2-0 sigur þar sem Almarr Ormarson skoraði bæði mörk Vesturbæinga. Keflvíkingar tefldu fram örlítið breyttu liði frá síðasta leik en nokkrir leikmenn þeirra áttu á hættu að missa ef úrslitaleiknum í bikarnum á laugardaginn, þar sem þessi sömu lið mætas,t ef þeir fengju áminningu í þessum leik. Keflavík er eftir leikinn í sjötta sæti deildarinnar með 18 stig eftir 15 umferðir.
Þær fréttir voru svo að berast að Njarðvíkingurinn í liði KR, Óskar Örn Hauksson, myndi ekki klára tímabilið með liðinu þar sem hann er á förum til Noregs. Hann missir því af bikarleiknum á laugardag.
Lið Keflvíkinga í leiknum:
Magnús Þórir Matthíasson
Einar Orri Einarsson
Jóhann Birnir Guðmundsson (F)
Hörður Sveinsson
Magnús Sverrir Þorsteinsson
Árni Freyr Ásgeirsson (M)
Endre Ove Brenne
Theodór Guðni Halldórsson
Aron Rúnarsson Heiðdal
Sindri Snær Magnússon
Elías Már Ómarsson