Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar tóku Suðurnesjaslaginn
Daníel Guðmundsson í baráttunni við Keflvíkinga.
Föstudagur 5. desember 2014 kl. 09:21

Keflvíkingar tóku Suðurnesjaslaginn

Keflvíkingar fóru með sigur af hólmi í grannaslag gegn Grindvíkingum í Domino's deild karla í körfubolta í gær. Talsverður hiti var í leiknum í fyrri hálfleik en einu stigi munaði á liðinum þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik. Keflvíkingar reyndust svo sterkari aðilinn í seinni hálfleik og uppskáru þægilegan sigur, 96-84, eftir góðan fjórða leikhluta.

William Graves var stigahæstur hjá Keflavík með 17 stig og hinn ungi Eysteinn Bjarni Ævarsson lék vel og skoraði 16 stig. Sex leikmenn Keflavíkur skoruðu yfir 10 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjá Grindvíkingum var Rodney Alexander með 17 stig og Ólafur Ólafsson og Oddur Kristjánsson skoruðu 16 hvor.

Keflavík-Grindavík 96-84 (23-22, 23-23, 20-17, 30-22)

Keflavík: William Thomas Graves VI 17/7 fráköst, Eysteinn Bjarni Ævarsson 16/4 fráköst, Guðmundur Jónsson 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnar Einarsson 14/7 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 13/9 fráköst/5 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 11/4 fráköst, Reggie Dupree 8, Davíð Páll Hermannsson 2, Hilmir Gauti Guðjónsson 0, Aron Freyr Eyjólfsson 0, Aron Freyr Kristjánsson 0, Andrés Kristleifsson 0.

Grindavík: Rodney Alexander 17/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 16/7 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 16, Magnús Þór Gunnarsson 12/10 fráköst, Hilmir Kristjánsson 11, Ómar Örn Sævarsson 6/11 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 6/6 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 0, Nökkvi Harðarson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Þorsteinn Finnbogason 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Georg Andersen

Sigurður Ingimundarson var líflegur á hliðarlínunni.

Eysteinn Bjarni Ævarsson átti fínan leik hjá Keflavík.

Ólafur Ólafsson varnarlaus gegn Vali Orra.