Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar tóku grannaslaginn
Laugardagur 7. nóvember 2015 kl. 19:34

Keflvíkingar tóku grannaslaginn

Bundu enda á þriggja leikja taphrinu

Keflvíkingar bundu enda á þriggja leikja taphrinu sína með sigri á grönnum sínum frá Grindavík í Dominos deild kvenna í dag. Lokatölur 72-64 fyrir heimakonur. Melissa Zorning átti frábæran leik hjá Keflvíkingum en hún skoraði 31 stig. Sandra Lind Þrastardóttir átti teiginn, hún reif niður 15 fráköst auk þess sem varði sex skot og skoraði 10 stig.

Whitney Frazier skoraði mest Grindvíkinga eða 19 stig og 10 fráköst. Sigrún Ámundadóttir og Íris Sverrisdóttir skiluðu ágætis framlagi í sókninni. Grindvíkingar töpuðu þarna sínum öðrum leik í röð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Staðan í deildinni

Keflavík-Grindavík 72-64 (20-13, 15-23, 24-16, 13-12) 
Keflavík: Melissa Zorning 31/4 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 12/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/15 fráköst/6 varin skot, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7/7 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/6 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 4/4 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 4/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0.

Grindavík: Whitney Michelle Frazier 19/10 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/4 fráköst, Íris Sverrisdóttir 11, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 9, Björg Guðrún Einarsdóttir 8/4 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 2, Ingunn Embla Kristínardóttir 2, Hrund Skuladóttir 1, Ólöf Rún Óladóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Halla Emilía Garðarsdóttir 0, Elsa Katrín Eiríksdóttir 0.