Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar þurfa sigur í næsta leik
Sunnudagur 20. mars 2016 kl. 20:59

Keflvíkingar þurfa sigur í næsta leik

Komnir 2-0 undir eftir tap á Króknum

Staðan er 2-0 fyrir Tindastól í einvígi Stólana og Keflavíkur í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta, eftir 96:80 sigur Stólana á heimavelli sínum í kvöld.

Heimamenn voru yfir með þremur stigum í hálfleik en leikurinn hafði verið jafn og spennandi fram að því. Í þriðja leikhluta settu Stólarnir svo í fimmta gír og juku forskot sitt í 15 stig fyrir síðasta leikhluta. Þeir héldu dampi og kláruðu málið þrátt fyrir grimma pressuvörn Keflvíkinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tindastóll getur klárað einvígið með sigri í næsta leik. Hjá Keflavík var Jerome Hill stigahæstur með 22 stig á gamla heimavellinum.