Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar taplausir á toppnum
Fimmtudagur 5. nóvember 2015 kl. 22:30

Keflvíkingar taplausir á toppnum

Njarðvíkingar sigruðu Stólana eftir framlenginu

Þrír leikir fóru fram í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar héldu sér á toppnum með sigri á Snæfellingum og Njarðvíkingar þurftu framlengingu til þess að leggja Stólana. Grindvíkingar töpuðu stórt í Garðabæ.

Njarðvíkingar unnu Tindastólsmenn eftir framlengingu í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar voru öflugir í framlengingunni og sigruðu með níu stiga mun, 82-73. Maciej Baginski var stigahæstur heimamanna með 19 stig en skorið dreifðist nokkur bróðurlega milli Njarðvíkinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík-Tindastóll 82-73 (17-16, 16-8, 14-26, 17-14, 18-9)
Njarðvík: Maciej Stanislav Baginski 19/6 fráköst, Marquise Simmons 18/21 fráköst/5 stoðsendingar, Logi  Gunnarsson 14/5 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 13/6 fráköst, Haukur Helgi Pálsson 6/6 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5, Jón Arnór Sverrisson 5, Hjalti Friðriksson 2, Oddur Birnir Pétursson 0, Hilmar Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0.

 

Keflvíkingar halda sig á toppnum eftir góða ferð í Hólminn, þar sem þeir unnu nokkuð þægilegan sigur, 87-96. Earl Brown Jr. átti stórleik hjá Keflavík, skoraði 29 stig og tók 19 fráköst. Keflvíkingar hafa nú unnið alla fimm leiki sína í deildinni.

Snæfell-Keflavík 87-96 (25-29, 23-27, 22-17, 17-23)
Keflavík: Earl Brown Jr. 29/19 fráköst, Guðmundur Jónsson 21/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 12/5 fráköst, Magnús Már Traustason 10, Reggie Dupree 6, Valur Orri Valsson 6/5 fráköst/9 stoðsendingar, Ágúst Orrason 5, Davíð Páll Hermannsson 5, Andrés Kristleifsson 2, Kristján Örn Rúnarsson 0, Andri Daníelsson 0, Arnór Ingi Ingvason 0.

Grindvíkingar þurftu að sætta sig við ósigur gegn Stjörnumönnum í Garðabæ þar sem afleitur annar leikhluti gestanna gerði útslagið, en þar skoruðu Grindvíkingar aðeins átta stig. Lokatölur 87-64 fyrir Stjörnuna.

Stjarnan-Grindavík 87-64 (23-22, 25-8, 21-18, 18-16)
Grindavík: Ómar Örn Sævarsson 14/14 fráköst, Þorleifur Ólafsson 12, Jóhann Árni Ólafsson 12/4 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 7/7 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 6, Ingvi Þór Guðmundsson 5, Jón Axel Guðmundsson 4, Magnús Már Ellertsson 2, Þorsteinn Finnbogason 2, Hilmir Kristjánsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0/6 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 0.