Keflvíkingar taka á móti Fylkismönnum
Keflvíkingar taka á móti Fylkismönnum í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld á Nettóvellinum. Leikurinn er liður í 12. umferð og eru liðin sem stendur í 6. og 7. sæti deildarinnar. Fylkir vermir 6. sætið með 16 stig en Keflvíkingar hafa 15 stig í 7. sæti. Það verða því mikilvæg stig í boði í kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 19:15.