Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar styrkja sig fyrir sumarið
Mánudagur 6. febrúar 2017 kl. 11:34

Keflvíkingar styrkja sig fyrir sumarið

Natasha og Marko skrifa undir

Í fótboltanum eru Keflvíkingar óðum að þétta raðirnar fyrir komandi tímabil. Bæði karla- og kvennalið félagsins hafa fengið góðan liðsstyrk að undanförnu.

Kvennaliðið hefur samið við Natasha Moraa Anasi sem hefur gert samning til þriggja ára. Hin bandaríska Natasha hefur spilað með liði ÍBV síðan 2014 og var valin í úrvalslið Pepsi deildarinnar á síðasta ári. Þarna er á ferðinni gríðarlega öflugur leikmaður sem mun styrkja vörn ungs Keflavíkurliðs. Hún mun þó ekki leika með liðinu á þessu tímabili þar sem hún er barnshafandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Marko Nikolic hefur svo samið við karlaliðið til tveggja ára en hann kemur frá Huginn Seyðisfirði.  Marko kom fyrst til Íslands árið 2012 og spilaði þá í 3. deild með Huginn og hjálpaði þeim í að komst í næst efstu deild á aðeins þremur árum. Hann hefur spilað 96 leiki hér á landi og skorað í þeim 37 mörk. Áður spilaði hann með, Radnicki Pirot, Radnicki Nís og Timon Zajecar í Serbíu. Þá hefur framherjinn Hörður Sveinsson framlengt samningi sínum við félagið.