Keflvíkingar stimpla sig inn með látum
Gjörsigruðu Stjörnuna á útivelli
Keflvíkingar byrja Dominos deild karla með látum en liðið vann öruggan sigur á Teiti Örlygssyni og félögum í Stjörnunni. Lokatölur urðu 63-88 í leik þar sem Keflvíkingar voru í bílstjórasætinu allan tímann.
Stigaskor dreifðist nokkuð jafnt en Michael Craion var stigahæstur Keflvíkinga með 18 stig. Lykilmenn á borð við Guðmund Jónsson, Magnús Gunnarsson og Val Orra Valsson þurftu lítið að hafa sig frammi við stigskorið en samtals skoruðu þessir öflugu menn 14 stig. Það er ansi sterkt hjá Keflvíkingum að sigra Stjörnuna með slíkum yfirburðum á útivelli og virðist sem breiddin sé nokkuð góð hjá liðinu.
Stjarnan-Keflavík 63-88 (18-26, 16-24, 13-22, 16-16)
Keflavík: Michael Craion 18/13 fráköst/6 varin skot, Darrel Keith Lewis 17/5 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 14/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 12, Arnar Freyr Jónsson 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 6, Valur Orri Valsson 5, Andri Daníelsson 4, Magnús Þór Gunnarsson 3, Ólafur Geir Jónsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0.
Stjarnan: Fannar Freyr Helgason 13/6 fráköst, Nasir Jamal Robinson 11/10 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 8, Justin Shouse 8/5 stoðsendingar, Sæmundur Valdimarsson 8/5 fráköst, Marvin Valdimarsson 6/5 fráköst, Dagur Kár Jónsson 5, Tómas Þórður Hilmarsson 2, Daði Lár Jónsson 2, Kjartan Atli Kjartansson 0, Kristinn Jónasson 0, Christopher Sófus Cannon 0.