Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 20. ágúst 2001 kl. 11:07

Keflvíkingar sterkari í Keflavík - Tap hjá Grindavík í Eyjum

KR-ingar tókst ekki að rífa sig upp úr lægðinni í leiknum gegn Keflvíkingum í gærkvöldi. Leikurinn var fjórði tapleikur KR-inga í röð en lokatölur urðu 3-1 fyrir Keflavík. Grindvíkingar mættu Vestmannaeyingum í roki og rigningu í Vestmannaeyjum en þeim leik leuk með 3-1 sigri heimamanna.
Keflvíkingar kom mun sterkari inn á í fyrri hálfleik og sýndu mikla yfirburði. Fyrsta markið leit dagsins ljós á 25. mínútu þegar Þórarinn Kristjánsson skoraði eftir skot af markteig. Nokkrum mínútum seinna árri Guðmundur Steinarsson gullfallegt skot úr aukaspyrnu af 30 metra færi, samskeytin og inn. Staðan í hálfleik var því 2-0 fyrir heimamenn. KR-inga náðu síðan að minnka munin á 61. mínútu. Gunnar Oddson braut á Guðmundi Benediktssyni innan vítateigs en Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður varði vel. Andrew Roodie fylgdi boltanum vel á eftir og tókst að skora. Eftir það hresstist leikur KR-inga nokkuð. Á 77. mínútu sendi Zoran Daníel Ljubicic á Þórarinn Kristjánsson inn í vítateig, skot Kristjáns rataði rétta leið og tryggði Keflvíkingum sigurinn. Keflvíkingar eru einu stigi fyrir ofan Grindvíkinga, í 5. sæti með 19 stig. Næsti leikur er við ÍBV í Keflavík sunnudaginn 26. ágúst.


Eitthvað virðist rokið hafa hindrað Grindvíkingana en ÍBV kom mun sterkari inn á í fyrri hálfleik. Leiknum lauk 3-0 fyrir heimamenn.Goran Lukic átti fyrsta færið í leiknum en það skot rataði framhjá og eftir það höfðu Vestmannaeyinga tögl og haldir í leiknum. Fyrsta mark heimamanna kom á 11. mínútu þegar Atli Jóhannsson skoraði með skalla. Þrátt fyrir mótvindinn voru Vestamannaeyingar á fullri ferð og á 19. mínútu átti Alexander Ilic þrususkot sem endaði í markvinklinum fjær. Mörkin urðu ekki fleiri í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik léku Grindvíkingar á móti vindi og virtist það ganga betur fyrir þá. Þeir fengu nokkur færi sem þeim tókst þó ekki að nota. Tómar Ingi Tómasson rak endahnútinn á sigur Eyjamanna á 73. mínútu eftir fallega fyrirgjöf Inga Sigurðssonar. Sigur ÍBV kom þeim í annað sætið og í toppbaráttuna, Grindvíkingar eru í 6. sæti Íslandsmótsins með 18 stig. Næsti leikur liðsins er við KR á KR-vellinum nk. miðvikudag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024