Keflvíkingar sterkari á lokasprettinum
Keflvíkingar sigruðu Grindavík 86:97 í kvöld í undanúrslitum Epson-deildarinnar en staðan í hálfleik var 43:38, Grindvíkingum í vil. Leikurinn sem var í Grindavík var jafn og spennandi allan tímann en það voru Keflvíkingar sem höfðu betur á lokasprettinum og sigruðu. Damon Johnson átti stórleik og skoraði 45 stig og tók 15 fráköst fyrir Keflavík.Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og Grindvíkingar leiddu til að byrja með. Keflvíkingar áttu svo góða rispu þar sem Falur Harðarson fór mikinn og náður 11 stiga forskoti. Það forskot var þó fjótt að fara því Grindvíkingar fóru að raða skotunum í körfuna og komust yfir og leiddu í hálfleik 43:38. Seinni hálfleikurinn var jafn og spennandi allan tímann en Grindvíkingar voru þó ávallt skrefinu á undan og svo virtist sem þeir ætluðu að fara með sigur af hólmi. Liðin skiptust á að skora og voru heimamenn alltaf tveimur stigum á undan og svo jöfnuðu Keflvíkingar en þannig gekk það í nokkrar mínútur eða þar til um 3 mínútur voru eftir af leiknum að Keflvíkingar komust yfir. Gestirnir náðu sex stiga forskoti þegar 1 1/2 mínúta var eftir þar sem Magnús Þór Gunnarsson skoraði mikilvæga þriggjastiga körfu þegar Keflvíkingar virtust vera að missa boltann.
Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn en skotin geiguðu og sigur Keflvíkinga var í höfn.
Eins og áður sagði átti Damon Johnson enn einn stórleikinn í Grindavík og nú skoraði hann 45 stig, hirti 15 fráköst, varði 2 skot og gaf 7 stoðsendingar. Magnús Þór Gunnarsson og Falur Jóhann Harðarson áttu einnig góða spretti, Magnús skoraði 19 stig og Falur 13 stig.
Að lokum verður að minnast á Jón N. Hafsteinsson sem átti hreint og beint stórkostlegan leik í vörninni og stal hverjum boltanum af fætur öðrum og barðist allan leikinn með kjafti og klóm og gaf ekkert eftir. Hvað eftir annað fleygði hann sér í gólfið á eftir „lausum“ boltum og var ekkert að hlífa sér þó svo hann væri haltrandi á annari löppinni og manni varð oft hugsað til Jóns Gnarr í grínþættinum -Ég var einu sinni nörd- þegar hann átti að hafa fórnað sér fyrir liðið og sagt var við hann; „Góð fórn Jón, góð fórn“.
Bestir í liði Grindvíkinga voru Páll Axel Vilbergsson með 21 stig og Helgi Jónas Guðfinnsson með 20 stig. Guðmundur Ásgeirsson kom mjög sterkur inná í fyrri hálfleik og setti hverja körfuna á fætur annari og manni finnst hálf skrítið að svona leikmaður skuli ekki fá að spreyta sig meira en hann getur spilað margar stöður á vellinum enda mjög fjölhæfur leikmaður. Tyson Petterson var einnig drjúgur og skoraði 15 stig og hirti 8 fráköst.
Keflvíkingar leiða einvígið 2-0
Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn en skotin geiguðu og sigur Keflvíkinga var í höfn.
Eins og áður sagði átti Damon Johnson enn einn stórleikinn í Grindavík og nú skoraði hann 45 stig, hirti 15 fráköst, varði 2 skot og gaf 7 stoðsendingar. Magnús Þór Gunnarsson og Falur Jóhann Harðarson áttu einnig góða spretti, Magnús skoraði 19 stig og Falur 13 stig.
Að lokum verður að minnast á Jón N. Hafsteinsson sem átti hreint og beint stórkostlegan leik í vörninni og stal hverjum boltanum af fætur öðrum og barðist allan leikinn með kjafti og klóm og gaf ekkert eftir. Hvað eftir annað fleygði hann sér í gólfið á eftir „lausum“ boltum og var ekkert að hlífa sér þó svo hann væri haltrandi á annari löppinni og manni varð oft hugsað til Jóns Gnarr í grínþættinum -Ég var einu sinni nörd- þegar hann átti að hafa fórnað sér fyrir liðið og sagt var við hann; „Góð fórn Jón, góð fórn“.
Bestir í liði Grindvíkinga voru Páll Axel Vilbergsson með 21 stig og Helgi Jónas Guðfinnsson með 20 stig. Guðmundur Ásgeirsson kom mjög sterkur inná í fyrri hálfleik og setti hverja körfuna á fætur annari og manni finnst hálf skrítið að svona leikmaður skuli ekki fá að spreyta sig meira en hann getur spilað margar stöður á vellinum enda mjög fjölhæfur leikmaður. Tyson Petterson var einnig drjúgur og skoraði 15 stig og hirti 8 fráköst.
Keflvíkingar leiða einvígið 2-0