Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar steinlágu í Hólminum
Fimmtudagur 22. apríl 2010 kl. 20:05

Keflvíkingar steinlágu í Hólminum

„Við spiluðum ekki körfubolta í kvöld. Þeir slógu okkur út af laginu í byrjun og við náðum okkur aldrei í gang,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikstjórnandi Keflavíkur eftir stórtap gegn Snæfelli í Hólminum í annarri viðureign úrslitakeppninnar í Iceland Express deildinni í kvöld. Lokatölur urðu 91-69. Keflvíkingar sáu aldrei til sólar í þessum leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta var hund lélegt. Ég veit ekki hvað menn voru að hugsa. Við létum þá valta yfir okkur og áttum í raun aldrei möguleika í þessum leik. Við skoruðum ekki neitt og vorum mjög slakir en við mætum með annað hugarfar á laugardaginn,“ sagði Guðjón Skúlason í samtali við Stöð 2 sport eftir leikinn.

Draelon Burns meiddist í leiknum og náði sér ekki á strik frekar en aðrir leikmenn Keflavíkur. Næsti leikur liðanna verður í Keflavík á laugardag.

Gunnar Einarsson og félagar náðu sér ekki á strik íkvöld. VF-mynd/Páll Orri.