Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar steinlágu gegn Stjörnunni
Laugardagur 17. mars 2012 kl. 11:43

Keflvíkingar steinlágu gegn Stjörnunni



Keflvíkingar áttu ekki viðreisnarvon gegn sprækum Stjörnumönnum í gærkvöldi þegar liðin mættust í IEX deild karla. 94:69 lokastaða leiksins og annar sigurleikur Stjörnunar í röð í Toyotahöllinni eftir nokkuð mörg mögur ár þar á bæ.

Stjörnumenn mættu töluvert ákveðnari til leiks þetta kvöldið og með gríðarlega sterkavörn að vopni komu þeir heimamönnum algerlega í opna skjöldu. Ekki skemmdi það að hittni þeirra framan af leik var nokkuð góð. Lykilleikmenn Keflvíkinga voru alls ekki að ná sér á strik og það munaði um minna hjá þeim. Sigurður Ingimundarson þjálfari þeirra reyndi hvað hann gat að koma trú í sína menn en það sem fór inn í leikhléum virtist brotna niður um leið og þeir mættu inná völlinn.

Af tölfræði þáttum þá bar mest á milli í frákastabaráttunni. Á meðan lið Stjörnunar er líkast til í meðaltali um 195 cm á hæð þá eru Keflvíkingar töluvert lægri í loftinu og það nýttu gestirnir sér vel og réðust á öll þau fráköst sem þeir mögulega náðu í. Í kjölfar sóknarfrákasta fengu þeir ítrekað fleiri skot á körfuna sem að sjálfsögðu skilar sér á einn veg.

Charlie Parker var sá eini sem var að spila sinn leik og hefur hann í raun vaxið með hverjum leik og spilar með miklum dugnaði á báðum endum vallarins. Keflvíkingar sársöknuðu Magnúsar Þórs Gunnarssonar sem virtist ekki ná neinum neista þetta kvöldið enda stífdekkaður af varnarmönnum Stjörnunar.

Hjá Stjörnunni er erfitt að pikka út einn einstakling sem gerði betur en aðrir. Á tímum spiluðu þeir skemmtilegan bolta með góðu flæði í sókninni sem endaði í auðveldu sniðskoti. Jovan Zdraveski virðist vera hægt og bítandi að komast í form og það er hugguleg viðbót við annars nokkuð sterkan hóp þeirra Stjörnumanna.

Keflavík: Charles Michael Parker 25/5 stolnir, Valur Orri Valsson 14, Jarryd Cole 12/7 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 7/5 fráköst, Sigurður Friðrik Gunnarsson 4, Halldór Örn Halldórsson 3, Andri Daníelsson 2, Arnar Freyr Jónsson 2, Ragnar Gerald Albertsson 0, Kristján Tómasson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0/5 fráköst


umfjöllun Karfan.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024