Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar steinlágu á Hlíðarenda
Mynd úr safni Víkurfrétta frá fyrri viðureign liðanna. Að neðan má sjá hinn efnilega Samúel Kára sem fékk að líta rauða spjaldið í leiknum.
Mánudagur 27. maí 2013 kl. 01:29

Keflvíkingar steinlágu á Hlíðarenda

Þrír 4-0 ósigrar í röð gegn Valsmönnum

Keflvíkingar virðast ekki eiga gott með að mæta Valsmönnum en þeir rauðklæddu tóku Keflvíkinga í kennslustund í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Lokatölur leiksins sem fram fór á Hlíðarenda urðu 4-0 en báðir leikir liðanna enduðu á sama veg í fyrra.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Haukur Páll Sigurðsson skoraði eina markið með hörkuskalla eftir hornspyrnu. Í síðari hálfleik bætti Rúnar Már við öðru marki fyrir Val með fínu langskoti og eftir það var aldrei spurning um það hvar sigurinn myndi enda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Rúnar bætti við öðru marki sínu eftir vítaspyrnu og Kolbeinn Kárason stimplaði sig inn með því að skora í fyrstu snertingu eftir skelfilegan varnarleik Keflvíkinga í kjölfarið á hornspyrnu.

Til að bæta gráu ofan á svart fyrir Keflvíkinga þá fékk vinstri bakvörðurinn Samúel Kári Friðjósson rauða spjaldið undir lokin fyrir kjaftbrúk. Hinn 17 ára gamli Samúel var að þreyta frumraun sína í Pepsi-deildinni í dag en hann mun ganga til liðs við enska félagið Reading í sumar.

Frá umfjöllun fótbolta.net: