Keflvíkingar staðfesta söluna á Arnóri
Eitt mesta efni sem hefur komið frá Keflavík
Í dag var gengið frá sölu Arnórs Ingva Traustasonar frá Keflavík til Norrköping í Svíþjóð. Arnór Ingvi er eitt mesta efni sem hefur komið úr öflugu unglingastarfi Keflavíkur og var hann samningsbundinn Keflavík til enda leiktíðar 2014. Þetta kemur fram í tilkynningu sem knattspyrnudeild Keflavíkur sendi VF. Ekkert kaupverð hefur þó verið gefið upp.
Arnór Ingvi hefur spilað mjög vel fyrir Keflavík undanfarin tvö keppnistímabil og hefur verið fastamaður í undir 21 árs liði Íslands sem er að ná frábærum árangri þessa dagana. Ljóst mátti vera strax í fyrra að Arnór færi erlendis en hann fór að láni til Sadness Ulf í Noregi.
Eftir þá dvöl skrifaði Arnór undir tveggja ára samning við Keflavík sem hefur verið honum og Keflavík mikilsvert. Knattspyrnudeild Keflavíkur óskar Arnóri til hamingju með þann áfanga að vera kominn í hóp góðra Keflvíkinga sem hafa eða eru að spila sem atvinnumenn.
Knattspyrnudeild Keflavíkur
Hér að neðan má svo sjá nokkrar myndir úr safni Víkurfrétta af Arnóri.