Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar sóttu stig í Breiðholtið
Fimmtudagur 10. desember 2015 kl. 21:51

Keflvíkingar sóttu stig í Breiðholtið

Grindvíkingar fengu skell heima gegn Stólunum

Keflvíkingar báru sigurorð af ÍR á útivelli á meðan Grindvíkingar steinlágu gegn Stólunum á heimavelli sínum í Domino's deildinni í körfubolta karla í kvöld.

Keflvíkingar höfðu 87-95 sigur í Breiðholti þar sem frábær síðasti leikhluti tryggði sigurinn. Earl Brown skoraði 27 stig í leiknum og Valur Orri setti 24 stig fyrir Keflvíkinga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tölfræði leiksins

Í Mustad höllinni í Grindavík máttu Kanalausir heimamenn þola stóran ósigur, 77-100, þegar Tindastólsmenn komu í heimsókn. Grindvíkingar voru ekki að finna sig í sóknarleiknum og var Ómar Sævarsson þeirra atkvæðamestur með 12 stig.

Tölfræði leiksins

Keflvíkingar eru ennþá á toppi deildarinnar ásamt KR en Grindvíkingar eru sem stendur í áttunda sæti.

Staðan